Gamalt verður eins og nýtt
Það er sannalega dekrað við þau húsgögn sem koma til okkar í endurbólstrun. Skipt er um áklæði, svamp og tappa ef þarf. Einnig er krómið á grindinni sérstaklega þrifið svo að húsgagnið lítur út eins og nýtt.
Endurbólstrun verð
E-60 stóll kr. 21.600-
E-60 bekkur kr. 59.200- (L: 100-120cm)
E-61 kollur kr. 8.400-
A-81 stóll kr. 26.100-
K-78 stóll kr. 28.700-
Klúbb stóll kr. 32.500-
Verðin m.v. Skai Sotega leðurlíki (margir litir í boði) þá er skipt um allan svamp, tappa og allt yfirfarið.
Við höfum ekki verið að taka að okkur stærri húsgögn til endurbólstrunar s.s. sófa og hægindastóla.
Endilega hafið samband með því að senda á okkur mynd og stutta lýsingu á solo@solo.is eða hringja í síma 553-5200.
Skai Sotega Leðurlíki
Skai Sotega leðurlíkið er lang vinsælasta áklæðið sem við bjóðum upp á. Þetta þýska leðurlíki er mjög vandað og einstaklega slitsterkt.
Sørensen Leður
Við bjóðum upp á hágæða leðuráklæði frá danska framleiðandanum Sørensen Læder.
Áklæðið er mjúkt, slitstekt, auðvelt að þrífa og þarfnast lítils viðhalds. Áklæðið hefur fengið topp einkunn í allskyns prófum og er því eitt besta leðuráklæðið sem hægt er að fá á markaðnum í dag.
Camira Ullaráklæði
Vinsælasta tauáklæðið hjá okkur er ullaráklæði frá Camira. Ákæðið er gert úr lambsull og hefur umhverfisvæna vottun.